Kite.is
Heim
Yfirlit
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Íþrótta- og tölvukennarinn Geir Sverrisson nýtur þess að þjóta um heiðar landsins á snjóbretti sem hann knýr áfram með öflugum kraftdreka. Læra þarf sportið undir verndarvæng þaulreyndra aðila og virða dyntótta hegðan vindsins. „Snjóbretti með kraftdrekum sameina heillandi töfra vatna-, snjó- og vindsports. Maður nýtur frelsis í víðáttu náttúrunnar um leið og maður glímir við náttúruöflin og kemst jafn vítt og breitt og á vélsleða,“ segir Geir sem kolféll fyrir sportinu þegar vinur hans gaf honum kraftdreka. Birt á visir.is

Lesa meira...
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

„Síðustu þrjátíu kílómetrana var ég orðinn svo þreyttur að ég fann ekki fyrir fótleggjunum,“ segir franski jaðaríþróttamaðurinn Jerome Josserand. Á föstudag varð hann sá fyrsti til að ferðast þvert yfir Ísland á svokölluðum snjódreka. Með snjódreka láta menn vindinn draga sig áfram á skíðum eða snjóbretti, og geta þannig náð verulegum hraða, en á tímabili náði Jerome sextíu kílómetra hraða á skíðunum. Hann kláraði ferðina á átta og hálfum tíma.

„Þetta er rosalegt afrek hjá honum og maður trúir því varla að hann sé búinn að þessu. Vindurinn fór upp í tuttugu metra á sekúndu á tímabili, en til samanburðar má nefna að ég pakka saman ef hann fer í tíu metra á sekúndu,“ segir Gísli Steinar Jóhannesson hjá Paragliding sem aðstoðaði Jerome. (frétt af vísir.is)
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

 

Franski ofurhuginn Jerome Josserand ætlar sér að þvera Ísland í byrjun Mars. Jerome er atvinnumaður í því að láta stóran flugdreka draga sig eftir mjöllinni, en fyrirbærið er kallað „snowkiting" upp á ensku. Hann á meðal annars heimsmetið í stökki á slíku tæki en hann fór um 450 metra í einu stökki.Til þess að þvera landið frá norðri til suðurs þarf hann að ferðast á miklum hraða í gegnum hættulegar hálendisaðstæður, að því er fram kemur í tilkynningu. „Eftir árs undirbúning veit ég að ég er tilbúinn á líkama og sál til þess að þvera hið ógnvænlega íslenska hálendi,“ segir Jerome.

 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Flugdrekadagur verður haldinn í annað sinn á túninu sunnan Verkmenntaskólans á Akureyri laugardaginn 28. ágúst (á Akureyrarvökunni) frá kl. 14:00-16:30. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel í fyrra og lagði mikill fólksfjöldi leið sína á túnið til að fljúga og fylgjast með.

Við skorum á alla að mæta með flugdrekana sína og fljúga með okkur og njóta dagsins. 

 

 

 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Sunnudaginn 11. júlí 2010  er öllum stoltum flugdrekaeigendum stefnt til Viðeyjar. Undanfarin ár hefur sú hefð skapast að bjóða gestum Viðeyjar að smíða sína eigin flugdreka upp á gamla mátann og hafa margir ævintýralegir drekar orðið til og farið á flug í Viðey.

Í tilkynningu frá verkefnastjóra Viðeyjar segir að nú sé markið sett enn hærra en áður og stefnt sé á að setja Íslandsmet í fjölda flugdreka á lofti í einu. Flugdrekasmíðin hefst um klukkan 11:30 en klukkan 14:30 verða allir flugdrekar settir á loft
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Flugdrekasmiðja verður haldin í Kjarnaskógi þann 23. júní (í Jónsmessuleik) frá kl. 18-19.   Búnir verða til einfaldir flugdrekar og ætlunin er að halda flugdrekasýningu á milli 19 og 20. Við hvetjum alla til að mæta og smíða flugdreka og taka þátt í sýningunni.

 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Flugdrekafélag Akureyrar verður með kynningu á starfsemi sinni miðvikudaginn 26. maí frá kl. 17:30-19:00.

Kynningin verður í Iðngörðum að Hjalteyrargötu 20 á Akureyri.

Sýndar verða mismunandi gerðir af flugdrekum og frætt verður um flugdreka, flugdrekaflug og smíði þeirra.

Þá verður flugdrekasmiðja kynnt og þau verkefni sem framundan eru.

Allt áhugafólk um flugdreka, börn sem fullorðnir, er hvatt til að mæta.

 

 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Mér barst skemmtilegt bréf fyrir nokkru síðan frá þýskum ferðamanni að nafni Christian Harm sem hafði ferðast um Ísland árið 2005 og í kjölfarið búið til flugdreka sem hann byggði á ferðalaginu.  Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema að flugdrekinn sem er gríðarlega vel smíðaður færði Christian þýskalandsmeistaratitil í flugdrekasmíði árið 2008.  Flugdrekinn sem er japanskur EDO flugdreki er býsna stór eða um 4.2 metrar á hæð og 2.65 metrar á breidd og byggir eins og áður sagði á ferðalaginu um ísland og þeim stöðum sem heimsóttir voru.

 

Iceland EDO

 

 

Lesa meira...
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   
Viljum þakka fyrir árið sem er að líða og vonandi verður komandi ár viðburðarríkt og skemmtilegt fyrir flugdrekaáhugamenn.
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Dagana 12. og 13. september síðastliðin var alþjóðlega flugdrekahátíðin í Bristol haldin í 23. skiptið.  Undirritaður lagði land undir fót og heimsótti Bristol til að vera viðstaddur hátíðina.  Hátíðin er haldin í Ashton Court sem risastórt landssvæði á hæð yfir Bristol.  Hátíðin er ein stærsta flugdrekahátíð í Bretlandi og líklegt er að hátt í 40 þúsund manns hafi sótt hátíðina í ár. Þátttakendur koma frá öllum heimshornum meðal annars frá Nýja Sjálandi, Ástralíu, Evrópu og frá fjölmörgum klúbbum á Bretlandseyjum. 
Lesa meira...
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Flugdrekadagur verður haldinn laugardaginn 29. ágúst frá kl. 14-16 á túninu sunnan Verkmenntaskólans. Ætlunin er að sýna mismunandi gerðir flugdreka og veita fróðleik um flugdreka og flugdrekaflug.

Það er von okkar að sem flestir mæti með flugdrekana sína og fljúgi með okkur.
 

charliebrown.jpg

 

 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Myndatökur með flugdrekum eða KAP (Kite Aerial Photography) er ein aðferð til að taka loftmyndir og vinsælt tómstundagaman víða um heim.  Aðferðin felst í því að myndavél er fest á fluglínu flugdreka  sem settur er á loft og þannig er myndavélin hafin til himins.  Til að smella af er oftast notast við fjarstýringu, tímastillingu eða sjálfvirkan búnað af einhverju tagi.  Búnaðurinn getur verið allt frá því að vera einfaldur og ódýr upp í að vera mjög dýr og flókinn. 

Upphaf KAP

Áhöld eru um það hvenær fyrsta ljósmyndin var tekin með flugdreka. Sumir segja að breski veðurfræðingurinn  E.D. Archibald hafi tekið fyrstu myndina árið 1882. Það eru þó mun fleiri sem segja ljósmyndatökur með flugdreka eigi rætur sínar að rekja til Frakklands og að það hafi verið frakkinn Arthur Batut sem tók fyrstu ljósmyndina árið 1888. Batut smíðaði sjálfur létta myndavél sem hann festi á trégrindina á tígullaga flugdreka og notaði hann  kveikiþráð  til að smella af.  Árið 1890 skrifaði Batut fyrstu bókina um myndatökur með flugdrekum sem ber heitið  La photographie aérienne par cerf-volant og sama ár hóf hann samstarf við annan franskan ljósmyndara Emile Wenz að nafni og varði það samstarf í nokkur ár.  Þeir Batut og Wenz hurfu fljótlega frá því að festa myndavélarnar beint á grindur flugdrekanna en hengdu þær frekar í línu sem síðan var tengd fluglínu flugdrekans.Þannig náðist aukinn stöðugleiki og einnig var hægt að komast að myndavélinni án þess að taka flugdrekann niður. Á næstu árum varð mikið þróun í aðferðum og búnaði við myndatökur með flugdrekum og fleiri hófu að taka myndir meðal annars í Bandaríkjunum.

Lesa meira...
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Sutton flugdrekar eru vinsælir og til margra hluta nytsamlegir.  Þessir flugdrekar eru uppblásnir (parafoil) og byggja á svipaðri tækni og margar fallhlífar og kraftdrekar þar sem vængur er saumaður úr efni (oftar en ekki úr næloni) með efra og neðra byrði. Milli þessara byrða eru mörg lítil hólf, ekki ósvipað og í flugvélavæng.  Ólíkt flugvélavængnum er Sutton flugdrekinn að mestu opinn að framanverðu .  Þetta er til þess gert að hleypa lofti inn í flugdrekann til að hann fái á sig rétta lögun. Að aftan er minna op til að hleypa loftinu út. Við þetta myndast ákveðinn loftþrýstingur inn í flugdrekanum sem hjálpar við að halda honum stöðugum þrátt fyrir breytingar á vindhraða.

Sutton með flugdreka
Lesa meira...
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Nú er sumarið komið og flugdrekavertíðin hafin ef svo má að orði komast.  Á Íslandi er því miður ekki nein sérhæfð flugdrekaverslun en hægt er að kaupa sportflugdreka víða svo sem í leikfangaverslunum, Byko, Húsasmiðjunni og Rúmfatalagernum svo dæmi séu tekin.  Sportflugdrekar eru venjulega þríhyrningslaga tveggja línu flugdrekar sem hægt er að gera ýmsar kúnstir með. Flugdrekarnir sem fást á þessum stöðum eru venjulega  frekar óvandaðir (enda mjög ódýrir) og flugeiginleikar og ending í samræmi við verðið. Það getur verið góð skemmtun að fljúga þessum drekum en það jafnast ekki á við að fljúga vandaðri flugdrekum.

 

Prism Micro flugdrekar

 

Lesa meira...
 
Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Veturinn er oftar en ekki rólegur hjá flugdrekaáhugamönnum.  Fólk tengir flugdrekaflug oftast við sumartímann en það er ekkert því til fyrirstöðu að fljúga á veturna þegar vel virðrar. Margir hafa gaman að því að fljúga í snjó og vetrarkulda en þeir eru þó fleiri sem halda sig innandyra.  Vetrartíminn er tilvalinn til að dytta að flugdrekunum og smíða og/eða hanna nýja flugdreka og algengt er að klúbbar og félög sameinist um ákveðin vetrarverkefni.  Slíkt vetrarverkefni getur til dæmis verið smíði á lest sem samanstendur af tugum lítilla flugdreka eða einn stór flugdreki.

       

 

Lesa meira...
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 Næsta > Endir >>

Úrslit 1 - 19 af 62
© 2019 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.