Á kraftdreka yfir Ísland á 8 tímum |
|
|
Skrifað af Gos
|
„Síðustu þrjátíu kílómetrana var ég orðinn svo þreyttur að ég fann
ekki fyrir fótleggjunum,“ segir franski jaðaríþróttamaðurinn Jerome
Josserand. Á föstudag varð hann sá fyrsti til að ferðast þvert yfir
Ísland á svokölluðum snjódreka. Með snjódreka láta menn vindinn draga
sig áfram á skíðum eða snjóbretti, og geta þannig náð verulegum hraða,
en á tímabili náði Jerome sextíu kílómetra hraða á skíðunum. Hann
kláraði ferðina á átta og hálfum tíma.
„Þetta er rosalegt afrek hjá honum og maður trúir því varla að hann
sé búinn að þessu. Vindurinn fór upp í tuttugu metra á sekúndu á
tímabili, en til samanburðar má nefna að ég pakka saman ef hann fer í
tíu metra á sekúndu,“ segir Gísli Steinar Jóhannesson hjá Paragliding
sem aðstoðaði Jerome. (frétt af vísir.is)
|