Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Flugdrekar banna­ir Ý Pakistan Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Yfirvöld í Pakistan hafa nú bannað flugdrekaflug í landinu eftir að 4 ára drengur lést af völdum áverka sem hann hlaut er hann keyrði á flugdrekalínu sem hafði verið húðuð með glersalla.

Shayan Ahmad varð þar með sjöunda fórnarlamb flugdrekalínu í Lahore-borg á síðustu tveimur vikum 

 

Shayan sat á mótórhljóli föður síns þar sem þeir keyrðu í gegnum Gulberg-hverfi þegar þeir keyrðu á flugdrekalínu sem lá yfir veginn og hlaut drengurinn alvarlegan skurð á hálsi og lést í örmum föður síns áður en þeir komust á spítala.

Löng hefð er fyrir flugdrekaflugi í austurlöndum og á Basant-hátiðinni sem er haldin til að fagna vorkomu  fara þúsundir manns út og fljúga flugdrekum.  Margir styrkja flugdrekalínurnar hjá sér með ýmsum hætti og húða þær jafnvel með örfínum glersalla til að sigra í svokölluðum "flugdrekabardögum".  Markmiðið með
þessum bardögum er að reyna að skera línu andstæðingsins með sinni flugdrekalínu.

 Í fyrra létust 19 og um 200 slösuðust af völdum flugdrekaflugs.

Lögregluyfirvölda hafa heitið því að framfylgja lögunum um bannið og hafa handtekið um 1,100 manns síðan í byrjun mars fyrir að selja og framleiða glersallahúðaðar fluglínur eða hættulega flugdreka.

Þó að skiptar skoðanir séu um lögin þá fagna flestir íbúar Lahore banninu þó að það setji eflaust svip sinn á Basant-hátiðina.


 
< Fyrri   NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

Vindsport
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.