Kite.is
Heim arrow Fróđleikur arrow Öryggismál
Öryggismál Prenta Rafpóstur

Hér á eftir koma nokkur heilræði sem gott er að hafa í huga þegar farið er úr með flugdrekann. Þó að þetta sé skrifað fyrir hefðbundna flugdreka eiga mörg af þessu heilræðum einnig við um krafdreka.

Aldrei skal fljúga flugdreka nær rafmagnslínum en í uþb. 500 metra fjarlægð. Ef flugdrekinn þinn festist óvart í rafmangslínum skildu hann þá eftir og láttu rafveituna og/eða lögregluna vita. Aldrei reyna að losa hann sjálf(ur).

Aldrei má fljúga flugdreka í ofsaroki eða þegar hætta er á eldingum. Ekki er æskilegt að fljúga í rigningu þar sem blautar línur leiða rafmagn. Eldingar eru reyndar ekki algengar hér á Íslandi en aldrei er of varlega farið. Önnur ástæða þess að fljúga ekki í rigningu er sú að flugeiginleikar flugdrekans versna og því takmörkuð ánægja að fljúga við slíkar aðstæður.

Ekki fljúga of nærri umferðargötu því ef þú missir stjórn á flugdrekanum þínum eða ef að lína slitnar og drekinn lendir á bifreið getur myndast slysahætta. Best er að fljúga á stórum opnum svæðum svo sem á túnum, í almenningsgörðum eða á ströndinni/fjörunni. Ef flogið er á túni/einkaeign er að sjálfsögðu nauðsynlegt að fá leyfi hjá landeiganda fyrst.

Hafa skal í huga flugöryggisreglur og reglur um hámarkshæð flugtækja og forðast að fljúga flugdreka nálægt flugvöllum. Ekki er æskilegt að fljúga hærra en í um 60m hæð án þess að kynna sér flugreglur fyrst .

Þegar stórum flugdrekum er flogið þarf að sýna sérstaka aðgát. Slíkir flugdrekar geta mynda mikið átak - jafnvel tugi kílóa og því æskilegt að klæðast hönskum þegar slíkum flugdrekum er flogið. Þá er einnig miklivægt að hafa í huga veðurskilyrði og að stærð flugdrekans sem verið er að fljúga hæfi þeim vindi sem blæs á hverjum sinni.

Ekki láta börn fljúga flugdrekum sem þau eiga í erfiðleikum með að stjórna.

Aldrei skal skilja flugdreka eftir án þess að binda hann niður eða að tryggja hann með öðrum hætti. Flugdrekinn getur auðveldlega fokið í burtu og skemmst/skemmt eignir annarra svo sem bíla oþh

Ekki skal fljúga yfir bíla, byggingar, hús, dýr oþh. þar sem það getur orsakað slysahættu. Flugdreki getur náð miklum hraða - jafnvel yfir 100 km/klst getur valdið stórtjóni ef hann lendir á einhverju eða einhverjum. Þá geta línurnar verið varasamar og skorið hendur ofl. á þeim sem verða í vegi þeirra og því full ástæða til að gæta fyllsta öryggis þegar flogið er.

Varla þarf að brýna fyrir neinum að ganga vel um það svæði sem notað er til flugdrekaflugs. Mikilvægt er að fjarlægja allt rusl svo sem gosdósir o.þ.h. Óæskilegt er að binda flugdreka við tré þar sem börkurinn á tréinu getur skemmst heldur skal reka fleig í jörðina og binda í hann. Slíka fleiga er hægt að kaupa tilbúna auk þess sem hægt er að útbúa slíka fleyga sjálfur.

 
< Fyrri
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.