Kite.is
Sögulegir atburđir Prenta Rafpóstur
Skrifađ af Gos   

Nokkrir sögulegir atburðir sem tengjast flugdrekum:

1749


Alexander Wilson flaug flugdrekalest til að mæla lofthita í mismunandi hæð.

1752
Benjamin Franklin sannaði að rafmagn er í eldingum.
1804
George Cayley notaðist við flugdreka við þróun kenninga um flug og loftaflsfræði
1827
George Pocock notaði flugdreka til að draga (hest)vagn.
1847
Flugdreki sem Homan Walsh, 10 ára, hjálpaði til við byggingu hengibrúar yfir Niagara ána.
1893
"Eddy Diamond" og "Hargraves Box" báru mælitæki til himins til veðurfarsrannsókna árið 1899 - Wright bræður notuðust við flugdreka til að prófa kenningar sínum um fyrstu flugvélina.
1901
Guglielmo Marconi notaði flugdreka til að lyfta loftneti til að taka á móti fyrsta útvarpsmerkinu milli norður Ameríku og Evrópu.
1902
Franskur flugdreki (Conyne) var notaður til að bera eftirlitsmenn.
1906
Flugdreki bar myndavél á loft sem var notuð til að takaljósmyndir af skemmdunum eftir jarðskjálftann mikla í San Francisco.
1907
Dr. Alexander Graham Bell flaug flugdreka sem bar mann en flugdrekinn var gerður úr 3,000 þríhyrndum einingum.
1919
Þjóðverji flaug flugdrekalest í 31,955 feta hæð.
1939-1945
"Gibson Girl Box", "Garber's Target" og "Saul's Barrage" voru notaðir í seinni heimsstyrjöldinni.
1948
Francis Rogallo fékk einkaleyfi á "Flexi-wing"-flugdrekanum sínum. Sá flugdreki var forfaðir svifdrekans og delta-flugdrekans.
1964
Domina Jalbert hannaði parafoil-inn. Hugmyndir hans hafa verið notaðar við gerð fallhlífa og flugdreka.
1972
Peter Powell kynnti til sögunnar tveggja línu flugdreka.
1978
Kuzuhiko Asaba flaug 4,128 flugdrekum á einni og sömu línunni. Flugdrekaflug verður viðurkennd grein í Bandaríkjunum með stofnun landssamtaka.

Birt með leyfi American Kitefliers Association
 
< Fyrri
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.