Kite.is
Heim arrow Fróðleikur arrow Um veður arrow Vindglugginn
Vindkæling Prenta Rafpóstur
Efnisyfirlit
Vindkæling
Síða 2
Síða 3

Að búa í köldu landi getur verið hættulegt heilsunni. Til dæmis látum yfr 80 manns úr kulda í Kanada á ári hverju og margi til viðbótar verða fyrir ofkælingu og fá frostsár. Vindkæling getur stuðlað að margskoarn heilsutjóni vegna þess að hún flýtir fyrir kælingu líkamans.

Hversu hratt líkaminn tapar hita hitatapi ákvarðast ekki eingöngu af vindkælingu heldur fjölmörgum öðrum þáttum. Skjólgóð föt með mikla einangrunareiginleika loka loft inni sem myndar hitahjúp umhverfis líkamann sem heldur honum heitum. Blaut föt eða skór missa einangrunargildi sitt og geta orðið álíka ganglítil einangrun og ber húðin.

Líkamsgerð einstaklinga hefur einnig mikið að segja um það hversu fljótt líkaminn kólnar - hávaxið, grannt fólk kólnar til dæmis miklu hraðar en þeir sem eru lágvaxnari og þyngri. Við getum aukið líkamshitann með því að hreyfa okkur eða að láta sólína skína á okkur. Líkalmleg áreynsla svo sem ganga eða að fara á skíði hraðar á efnaskiptunum í líkamanum og hækkar líkamshita okkar. Aldur og líkamlegt ástand einstaklingsins skipta einnig máli. Eldra fólk og börn búa yfir minni vöðvamassa og mynda þar af leiðandi minni líkamshita. Sólskin, jafnvel á köldum vetrardögum skiptir máli og það getur látið manni finnast vera meira en 10 gráðum heitara í veðri en það raunverulega er.

Aðlögunarhæfni mannslíkamans er mikil og fólk sem býr á köldum stöðum þolir mun meir kulda en þeir sem búa á heitari stöðum.

Besta leiðin til að koma í veg fyrir að verða of kalt er einfaldlega að fylgjast með veðurspám og að klæða sig í samræmi við hana. Hafa má í huga að húð meðalmanns byrjar að frjósa í -25 g´rðaum og frýs á nokkrum mínótum við -35.



 
< Fyrri   Næsti >
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.