Beaufort-skalinn er kerfi sem er notað til að áætla (gróflega) vindhraða. Kerfið hannaði Sir Francis Beaufort (1774-1857) flotaforingi í breska sjóhernum árið 1805. Upphaflega lýsti kerfið áhrifum vinds á fullbúið orrustuskip á hafi úti en var seinna breytt og lýsir nú einnig áhrifum vinds á hluti á landi. Kerfið er stundum notað til að lýsa eiginleikum flugdreka og því ágætt að geta flett upp í því þegar við á.
Bft.
Áhrif á umhverfi
Vindur
Hnútar
km/t
mph
m/s
0
Reykur stígur lóðrétt upp og sjór er spegilsléttur
Logn
0
0
0
0
1
Reykur hreyfist lítillega með vindi og gefur þannig til kynna vindátt
Andvari
1-3
1-5
1-3
<2
2
Hægt er að finna vindinn blása framan í sig og heyra lauf hreyfast í vindinum
Kul
4-6
6-11
4-7
2-3
3
Reykur hreyfist lárétt og litlar trjágreinar hreyfast. Léttir fánar rétta úr sér.
Gola
7-10
12-19
8-12
4-5
4
Laust ryk eða sandur á götum fýkur til og stærri greinar hreyfast. Blöð fjúka til.
Stinningsgola (blástur)
11-16
20-28
13-18
6-7
5
Vatn gárast og lítil tré svigna
Kaldi
17-21
29-38
19-24
8-10
6
Tré byrja að svigna og hvinur í síma- og rafmagnslínum. Sjór úfnar.
Stinningskaldi (Strekkingur)
22-27
39-49
25-31
11-13
7
Stór tré svigna
Allhvass vindur
28-33
50-61
32-38
14-16
8
Trjágreinar brotna og froðurákir myndast á sjónum
Hvassviðri
34-40
62-74
39-46
17-20
9
Greinar brotna af trjám
Stormur
41-47
75-88
47-55
21-24
10
Tré rifna upp með rótum og sjórinn virðist hvítleitur