Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Tegundir flugdreka Prenta Rafpˇstur

Flugdrekar eru til mörgum stærðum og gerðum, allt frá örsmáum flugdrekum (micro) upp í risavaxna sýningarflugdreka sem geta verið tugir metra að lengd. Lang algengastir meðal almennings eru þó  flugdrekar með eina eða tvær stjórnlínur en flug fjögurra línu flugdreka er þó að færast í aukana. Þá eru vinsældir flugdrekaflugs sem keppnisíþróttar að aukast en í slíkum keppnum eru notaðir vandaðri og dýrari flugdrekar heldur en tíðkast hjá almenningi.  Þá hafa vinsældir svokallaðra kraftdreka aukist mikið á undanförnum árum en kraftdrekar eru stórir flugdrekar sem notaðir eru til að draga menn áfram hvort sem er á landi, á sjó eða á snjó.

Tveggja línu

Tveggja línu flugdrekar (oft nefndir sport eða stunt flugdrekar) hafa eins og nafnið gefurDelta flugdreki til kynna tvær stjórnlínur. Línur slíkra flugdreka er oft um 30m langar (100 fet). Styttri línur stytta viðbragðstíma flugdrekans en lengri línur auka viðbragðstíma og svörun flugdrekans.  Svokölluð Dacron-lína er algeng í byrjendaflugdrekum en slíkar línur geta teigst um 15% áður en þær slitna.  Þetta hefur í för með sér að hreyfingar og stjórnun flugdrekans verður hægari og henta slíkar línur því vel fyrir byrjendur.  Spectra-línur eru um 5 sinnum sterkari en Dacron-línur og teygjast um 5% og stytta því viðbragðstíma flugdrekans og bæta flugskilyrði hans í litlum vindi. Tveggja línu flugdrekum er flogið með því að toga í eða gefa eftir annarri fluglínunni í einu sem verður til þess að flugdrekinn beygir.  Tveggja línu flugdrekar eru til í öllum stærðum og gerðurm og þeir hraðskreiðustu hafa náð hátt í tvö hundruð kílómetra hraða á klukkustund.

 

Fjögurra línu

Flugdrekar eins og Revolution flugdrekarnir og flestar gerðir kraftdreka hafa fjórar stjórnlínur.  Þegar slíkum flugdrekum er flogið er má segja að hvorum væng (hvorum enda drekans) sé stjórnað fyrir sig - vinstri enda og hægri enda.  Þetta gerir flugmanninum kleyft að fljúga afturábak og áfram, stoppa, snúast í hringi á sama stRevolution 1.5 SLEað og færast upp, niður og til vinstri og hægri.  

Fluglínurnar eru tengdar við flugdrekann á 4 stöðum - tvær línur ofan til á drekanum (hægra megin og vinstra megin) og tvær línur neðst í drekann (hægra megin og vinstra megin).  Neðri línurnar eru yfirleitt kallaðar bremsulínur þar sem þær eru notaðar til að hægja á eða stöðva drekann á flugi end efri línurnar eru venjulega kallaðar fluglínur. Sá sem er að fljúga 4-línu flugdreka notar yfirleitt til þess stöng (bar) eða handföng.  Algengast er að nota handföng við spoirtdreka en stöng við kraftdreka.

Keppni með fjögurra línu flugdrekum er sífellt að verða vinsælli og er bæði keppt í einstaklings og (hópa)parakeppni.  Keppnir af þessu tagi snúast venjulega um að leysa ákveðin verkefni og þá aðallega að fljúga ákveðin mynstur eða gera ákveðnar flugæfingar.

 

Einnar línu

Flugdrekar með einni línu eru til í öllum stærðum og gerðum - sjálfsagt hundruðir mismunandi tegunda og afbrigða allt frá mjög einföldum, litlum drekum upp í ógnarstóra og flókna flugdreka. Hér að neðan er gerð stuttlega grein fyrir nokkrum gerðum flugdreka með einni stjórnlínu:

þríhyrndir og  Tígullaga

Tígullaga flugdrekar eru lang algengastir meðal almennings og flestir ódýrari flugdrekar sem fást í leikfangabúðum eru tígullaga flugdrekar.  Svipaðir að eiginleikum eru þríhyrndir flugdrekar en flestir 2-línu sportflugdrekar eru einmitt þríhyndir með mismunandi djúp segl og fjölbreytilega flugeiginleika.

 Þríhyrndur flugdreki Delta (þríhyrndur) flugdreki

Kassar(box)

Til eru margar gerðir og stærðir af kassaflugdrekum.  Hefðbundinn kassaflugdreki er einfaldlega, eins og nafnið gefur til kynna, venjulegur kassi en þessi flugdrekar eru mjög stöðugir og þægilegir og kunna best við sig ítöluverðum vindi.  kassaflugdrekar eru þekktir fyrir að búa yfir mikilli burðargetu og voru til að mynda notaðir í hernaði - meðal annars til að bera loftnet og jafnvel menn við eftirlit.  Mörg mismunandi afbrigði eru til að kassaflugdrekum s.s. flatur kassadreki (Hargraves),  þrihyrndir kassar og vængjaðir kassar (Conyne, delta Conyne og Cody) en Cody er vængjað afbrigði af Hargraves.

 

Cody
 
Cody flugdreki
Vængjaður kassi
 
 Delta Conyne

 

Hargraves

 Hargraves flugdreki 

 

   

 Foils og sleðar

Foils eru uppblásnir drekar ef svo má að orði komast þannig að í þeim eru engar stangir. Loftstreymi um flugdrekann "blæs" þá upp og sér til þess að þeir fá á sig rétta lögun - ekki ósvipuð og flugvélavængur.  Þetta gerir það að verkum að þeir eru mjög sterkir og auðveldir í notkun auk þess sem þeir taka mjög lítið geymsupláss.

Sleðar eru einfaldari en foils þar sem þeir hafa engin hólf sem eru blásin upp heldur einfaldan væng og eru mjög einfaldir í hönnun.

 

Austurlenskir flugdrekar 

Rík hefð er fyrir flugdrekasmíði og flugdrekaflugi í Austurlöndum en flugdrekinn var fundinn upp í Kína fyrir meira en 2000 árum - sumir vilja meina að fyrsti flugdrekinn hafi verið smíðaður fyrir hvorki meira né minna en 2800 árum síðan.  Margar tegundir flugdreka frá Asíu eru vinsælar á vesturlöndum svo sem drekalestir, bardagaflugdrekar og svokallaðir Rokkaku flugdrekar svo eitthvað sé nefnt.

Rokkaku

Rokkaku flugdrekinn (borið fram rok-kak-kú) er klassískur japanskur flugdreki. Venjulegur sexhyrningur með langa miðjustöng og tvær þverstangir. Brúin (bridle) tengist á fjórum eða fleiri stöðu í flugdrekann. Rokkaku Rokkaku
flugdrekar geta verið litlir og léttir og upp í 2-3 metra að stærð og jafnvel meira. Auðvelt er að fljúga þeim og eru þeir sérlega vinsælir í flugdrekabardögum 

Markmið slíkra bardaga er að granda flugdreka mótherja með fluglínunni eða flugdrekanum sjálfum. Um leið og flugdrekinn snertir jörðina er keppandinn úr leik. Það eru 3 megin aðferðir við að granda flugdreka mótherja:  Klipping þegar fluglína mótherja er skorin, velta þegar fluglína er notuð til að snúa dreka mótherjans (með því að krækja í eitt af 6 hornum hans) þannig að hann flýgur til jarðar og hindrun þar sem myndað er skjól eða vindflæðið truflað á flugdreka andstæðingsins þannig að dreki hans missir flugið.

 

 Bardagadrekar (fighters)

Bardagadrekar eru litlir, einfaldir flugdrekar sem eru oftar en ekki smíðaðir úr bambus og pappír og er stjórnað með einni línu.  Þeim er flogið þannig að togað er snögglega í stjórnlínuna og flugdrekinn þannig láttinn fljúga áfram en síðan línan gefin eftir og flugdrekinn "flýgur" þannig til baka.  Þetta er endurtekið í sífellu og vanir flugmenn ná ótrúlega miklum tökum á að stjórna þessum drekum - þó svo að þeir hafi einungis 1 stjórnlinu.

 

Inniflugdrekar

Það kann að hljóma einkennilegt í eyrum margra en það er hægt fljúga flugdrekum inni. En hvernig er það gert? Fyrst þarf réttan flugdreka. Inniflugdrekar eru gríðarlega léttir með stuttar, léttar stjórnlínur.  Til að gera flugdrekum kleift að fljúga innandyra þarf alltaf að halda réttu átaki á línurnar með því að ganga rólega atfturábak og myndast þannig nægilegt loftflæði yfir segl flugdrekans til að halda honum á lofti.

 

Raðir og lestar

Lest eða röð af flugdrekum á flugi getur verið tilkomumikil sjón.  Hægt er að raðtengja nánast hvaða tegund flugdreka sem er - hvort sem er einnar línu flugdreka eða flugdreka með margar línur. Tengipunktar beyslisins (eða - bridle á ensku) aftan á flugdrekanum eru tengdir við beysli næsta flugdreka og svo koll af kolli.  Hægt er að raðtengja eins marga flugdreka og vilji (og fjárhagur) leyfir.  Þá er hægt er að tengja saman mismunandi stærðir flugdreka til dæmis að byrja á litlum flugdreka og tengja stærri flugdreka við hann. Sllík lest er kölluð stækkandi lest.

Að raðtengja saman flugdreka dregur úr hraða og breytir flugeiginleikum þeirra en getur verið mjög skemmtilegt og vekur jafnan mikla athygli áhorfenda.

 

Hér að ofan er aðeins einungis nefndar örfáar tegundir af flugdrekum og umfjöllunin langtfrá því að vera tæmandi en gefur lesendum vonandi einhverja mynd að því hversu fjölbreytilegt og skemmtilegt flugdrekasportið er.

 

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

kitelife
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.