Kitesurfing (stundum nefnt sjódrekaflug á íslensku) er það kallað þegar menn láta kraftdreka draga sig áfram á bretti á sjó/vatni. Aðallega eru notaðir LEI-drekar og er algeng stærð á þeim 8-20 metrar og jafnvel meira. Segja má að þessi íþrótt sé blanda af brimbrettaiðkun og seglbrettasiglingu í bland við fugdrekaflug og telst hún vera innan við 10 ára gömul. Vinsældir þessa sports hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum og eru þónokkrir iðkendur á íslandi. Ítarlegar upplýsingar um þetta sport er að finna á Wikipedia.
|