Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Heimsmet Ý "kitesurfi" Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Þann 13. maí síðastliðinn sló hin breska Kirsty Jones heimsmetið í kitesurfi þegar hún "surfaði" 225 kílómetra leið frá Lanzarote til Marokkó. Ferðin tók 9 klukkustundir.

Kirsty telur að "vindguðirnir" hafi verið sér hliðhollir og sagði m.a. "ég átti alveg eins von á að það lægði þar sem verðuspáin hljóðaði ekki upp á meiri vind þannig að ég átti varla von á að ná einu sinni hálfa leið. Í stað þess að lægja þá jókst hinsvegar vindurinn, sólin fór að skína og ég sá höfrunga synda í kringum mig."

"Á þeim tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að heppnin væri með mér og að ég ætti raunverulega möguleika á að komast alla leið.  Þó að ég sæji ekki til lands í 8 tíma þá var eitthvað nýtt að gerast á hverri klukkustund sem leið. Í upphafi sá ég stóran ugga sem reyndist vera ugginn á hvali, ég sá flugfiska fljúga yfir brettið mitt og ég sá höfrunga synda í kringum mig. Ég var himinlifand þegar ég sá glitta í ströndina á Marokkó og þorpið Tarfaya"

Kirsty notaði 13 metra Flexifoil Ion, sérsmíðað 'Waves" bretti of S-Core 3mm blautbúning.

 
< Fyrri

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

Vindsport
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.