Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Alv÷ru kraftdrekar Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Þýska fyrirtækið Skysails vinnur nú að því að festa stóra flugdreka á flutningaskip og báta en þessir flugdrekar eiga að draga skipin áfram á sjónum og minnka þannig olíunotkun. 

Fyrirtækið áætlar að  þessir flugdrekar dragi um 30% úr olíunotkun sem eru engir smámunir þegar olíukostnaður er um 60% af heildar flutningskostnaði 


Hugmyndin um að setja segl aftur á skip er ekki ný af nálinni. Japanir og Danir gerðu ýmsar til raunir með seglknúin (flutninga)skip á 7. og 8 áratugnum en án verulegs árangurs.  

Helsta vandamálið við að útfæra þessar hugmyndir reyndist vera mastrið.  Í óhagstæðum vindáttum er mikil loftmótstaða af stórum möstrum og í miklum vindi getur það hallað skipinu - oft hættulega mikið.  Mastur og áföst segl taka líka gríðarlegt pláss á dekkinu og hleðsla skipsins verður kostnaðarsamari og tímafrekari þar sem kranar þurfa að vinna í kringum mastur og segl. 


Við þessar tilraunir voru smíðuð möstur sem voru allt að 100 metra há.  Þetta var gert svo að hægt væri að hafa færri möstur og til að auka pláss á dekkinu.  Slík möstur eru hinsvegar dýr og flókin í rekstri og viðhaldi.  Kostnaður við endurbætur, styrkingu og breytingar sem voru nauðsynlegar vegna stórs masturs og segla er gríðarlegur eða um 12 milljónir dollara og því varla forsvaranlegur.  Það tæki um og yfir 15 ár fyrir slíka fjárfestingu að borga sig.

Aðferð Skysail  er mun einfaldari, án masturs og miklið ódýrari.  Fyrirtækið heldur því fram að það geti sett búnaðinn upp fyrir um 400.000 - 2 milljónir dollara sem myndi borga sig á 4-5 árum.

Flugdrekarnir sem eru notaðir til að toga skipin áfram eru gerðir úr næloni og fljúga í um 100-300 metra hæð þar sem vindar eru stöðugri og að meðaltali um 50% sterkari en þeir vindar sem venjuleg segl myndi fanga.

 

 

Tölva stjórnar sjálfkrafa hæð og áfallshorni flugdrekans en stærð þessara flugdreka er frá 760 til 5000 fermetra (eða um það bil hálfur fótboltavöllur) sem myndar orku sem samsvarar um 5000 kW (um það bil  6800 hestöfl).  Ef vindurinn verður og sterkur er einu horni flugdrekans sleppt og flagsar hann þá eins og fáni í vindinum.  Gríðaröflug vinda sér um að toga flugdrekann niður ef þörf er á.

Sífellt eru gerðar auknar kröfur um að minnka mengun og útblástur eiturefna hjá skipum og má búast við harðari reglugerðum um þessi mál á komandi árum.  Þá eru sumar hafnir farnar að verðlauna skip sem hafa svokallaðan "grænan passa" eða viðurkenningu umverfisverndarsamtaka.  Því má segja að framtíðin sé björt hjá Skysails og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

 
< Fyrri

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

GWTW
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.