Kite.is
Heim arrow Um kite.is
Styttist í vetrarvertíðina Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Að undanförnu hefu kólnað verulega í veðri og þegar þetta er skrifað var kominn um 5-6 sentimetra jafnfallinn snjór á Akureyri.  Það byrjaði að snjóa um klukkan 18 og snjóaði meira og minna fram á kvöld.  Þá er spáð kólnandi veðri upp úr helgi þannig að snjódrekamenn og skíðaiðkendur ættu að gleðjast því ef heldur áfram sem horfir þá ætti að vera kominn nægur snjór á fjöll og heiðar til að fara út með snjódreka innan skamms.

 

HQ - smellið til að fá stærri mynd

 

Fyrir skíðaáhugamenn þá má nefna að framkvæmdum við snjóframleiðslukerfið í Hlíðarfjalli við Akureyri er lokið og mun framleiðsla á snjó hefjast þegar veðurspáin gerir ráð fyrir 4-7 gráðu frosti. Við slíkar aðstæður mun það taka um 4 sólarhringa að opna skíðaleiðir. Að öllu óbreyttu verður opnað eigi síðar en seinnipart nóvember. Það verður því spennandi að fylgjast með hvernig viðrar á næstunni og hvaða áhrif  snjóframleiðslukerfið kemur til með að hafa á skíðaiþróttina á Norðurlandi.

Hægt er að skoða myndir frá framkvæmdum við uppistöðulón og snjóframleiðslukerfi á síðu VMI

 
< Fyrri   Næsti >
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.