Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Entropy Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Fyrir nokkru síðan var umfjöllun á spjallþráðum kite.is um nýja s njódrekamynd sem hét Entropy.  Ég sótti sýnishorn á netið og sá strax að þetta væri mynd sem ég yrði að sjá þegar hún yrði gefin út núna í vetrarbyrjun.

Ég var því fljótur að panta eintak á www.snowkitefilm.com þegar myndin leit dagsins ljós núna í byrjun Nóvember. Í dag datt svo umslagið með ENTROPY inn um bréfalúguna hjá mér og eftir að hafa horft á myndina sé ég ekki eftir að hafa keypt hana.

 

Í Entropy er fylgst með nokkrum snjódrekaköppum á ferðalagi um Evrópu og Bandaríkin þar sem þeir leika listir sínar og prófa nýjungar í snjódrekaflugi.

Kapparnir er Bjorn Kaupang (F-One) og AG Dokken (Ozone) á skíðum auk þeirra Claes Lundin (Cabrinha), Remi Meum (Slingshot) og Sigve Botnen (Ozone) á snjóbrettum. Það er greinilegt að þarna eru á ferð menn sem eru í fremstu röð í sportinu og ótrúlega gaman að fylgjast með þeim á mögnuðum stöðum - sérstaklega í Noregi.

Myndin er ekki mjög löng en hver mínóta er vel nýtt. Hvert skot er útpælt og myndatakan og myndgæðin eru með því allra besta sem maður hefur séð í svona mynd og það er greinilegt að myndin er öll tekin á HDV hágæðamyndaband.  Tónlistin passar vel við myndefnið og svo er á disknum aukaefni svo sem trailer, slideshow, uncut-syrpa ofl.

Ég mæli hiklaust með þessari mynd - algjört "möst" í safnið hjá öllum áhugamönnum um snjódrekaflug og aðra sem hafa gaman að góðum myndum.

 Einkunn:   Image

 
< Fyrri   NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

GWTW
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.