Kite.is

Heim arrow Fréttir arrow Kraftdrekar arrow Nordic Masters 2007
Nordic Masters 2007 Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

 

 Í lok mars - nánar til tekið  29. mars til 1. apríl verður haldin massíf snjódrekakeppni í  Sälen í Svíþjóð.  Fjörið verður í hávegum haft og á staðinn mæta margir af fremstu snjódrekaflugmönnum í Skandinavíu og þótt víðar væri leitað.  Meðal þáttakenda verða strákarnir frá snowkitefilm.com en þeir hafa aðstoðað við að setja upp skemmtilegar þrautir og hindranir til að gera samkomuna sem skemmtilegasta.

Hver þáttakandi getur gefið hinum stig í hverjum flokki í hverri umferð og verða þáttakendurnir að gera sitt allra besta til að fá sem flest stig frá hinum. Til að gera þetta enn skemmtilegra er hægt að versla með stig t.d. með öli Smile  Þá verður keppt í nýjum leik sem heitir "catch the flag" sem snýst um það að vera fyrstur að sækja fána og koma honum í höfn.

Það verður DJ með dúndrandi tónlist, matur, drykkur, ljósmyndarar og sjónvarpsstöðvar hafa tilkynnt komu sína til að fjalla um keppnina og taka viðtöl við þáttakendur.

Um að gera að skoða þetta nánar og náttúrulega helst að mæta á staðinn. Nánari upplýsingar á: http://www.nordicsurfers.com/events.php

 

 
< Fyrri   Næsti >
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.