Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
┴ gj÷rgŠslu eftir fallhlÝfarslys Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Eftirfarandi frétt birtist á fréttavef Vísis 28.11.2006:

Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega í fallhlífarslysi við Svignaskarð í Borgarfirði rétt eftir hádegið á sunnudaginn.

Maðurinn var að fljúga fallhlíf, sem útivistarmenn nota til að láta draga sig í vindi, þegar hlífin lenti í snarpri vindhviðu. Dróst maður-inn með henni tíu metra og brotlenti ofan í skurði.

Maðurinn rifbeinsbrotnaði og hlaut brjóstholsáverka. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn svæfingalæknis er manninum haldið sofandi í öndunarvél.
(Vísir 28.11.2006)

Sláandi frétt sem vekur mann til umhugsunar um öryggismál í kraftdrekasportinu.  Kraftdrekar eru hannaðir til að mynda gríðarlegt tog og mikilvægt að hafa í huga að kraftdrekaflug getur verið hættulegt ef ekki er farið varlega. Þetta á bæði við um byrjendur jafnt sem lengra komna.

Til að minnka líkur á óhöppum og meiðslum er mikilvægt að fara varlega og gott er að hafa eftirfarandi punkta í huga:

 • Aldrei taka óþarfa áhættu þegar flogið er
 • Aldrei vanmeta krafta vindsins
 • Lestu leiðbeiningar um búnaðinn vandlega
 • Notaðu nauðsynlegan öryggisbúnað (hjálmur, sleppibúnaður oþh.)
 • Lærðu að fljúga drekanum í litlum vindi
 • Taktu á loft við jaðar vindgluggans þegar vindur er sterkur
 • Aldrei fjúga í vindi sem þú (eða búnaðurinn) ræður ekki við
 • Yfirfarðu búnað fyrir hvert flug og skiptu um hluti ef þarf
 • Aldrei fljúga nærri rafmagnslínum, trjám, götum, flugvöllum eða í myrkri
 • Aldrei binda sjálfan þig við neitt á meðan flogið er
 • Prófaðu öryggis-sleppibúnað fyrir hvert flug
 • Veldu hentugan stað til að fljúga á þar sem ekki er mikið um fyrirstöður

Meiri lesningu um öryggismál er að finna hérna á spjallþráðunum.  Mig langar sérstaklega að benda á mjög góða grein frá Tilkynningarskyldunni og vonast til að menn fari varlega og eigi ánægjulegan og slysalausan vetur.

Við óskum að sjálfsögðu ofangreindum manni skjótum og góðum bata ! ! ! !

 
< Fyrri   NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

Vindsport
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.