Kite.is
Heim arrow Fróđleikur arrow Öryggismál
Öryggismál kraftdreka Prenta Rafpóstur
Skrifađ af Geir Sverrisson   


Áður en farið er af stað með kraftdreka út að fljúga er nauðsynlegt að gæta fyllsta öryggis og fara varlega.  Meðfylgjandi er nokkrir góðir punktar sem gott er að renna yfir og hafa í huga áður en lagt er af stað.

 • Lestu alltaf leiðbeiningar framleiðanda vandlega og farðu eftir öllum öryggisreglum og ráðleggingum um flug á drekum.

 • Lærðu að fljúga drekanum þínum í litlum vindi. Best er að byrja á litlum æfingadreka og fara svo á stærri dreka. Lærðu á öryggis-sleppibúnaðinn (safety)

 • Fáðu ráðleggingar um þá hluti sem þú ert óklár á hjá þeim sem hafa reynslu af kraftdrekaflugi.

 • Berðu virðingu fyrir kraftinum í vindinum! - Farðu bara út í þeim aðstæðum sem þú ræður vel við og ekki fljúga þegar þú ert yfirbugaður að krafti drekans (‘overpowered’)

 • Skoðaðu vel og rækilega veðurspá dagsins (sjá linka á Kite Tilkynningarsíðunni). Horfðu alltaf vel í kringum þig eftir skýjabreytingum og vertu á varðbergi eftir breytingu á vindi/vindátt. Þegar vindátt snýst má alltaf eiga von á breytingu á vindi. Ekki rjúka bara beint af stað með drekann á loft eftir að komið er á staðinn heldur hinkraðu í nokkrar mínútur og sjáðu hvort vindurinn helst óbreyttur og stöðugur. (Tíminn sem fer í að pumpa upp LEI kite gefur manni tíma til að meta aðstæður).

 • Berðu virðingu fyrir því umhverfi sem þú ert í hvað varðar skemmdir á náttúrunni, henda ekki rusli o.s.frv. Taktu tillit til tómstundaiðju annars fólks á svæðinu sem þú ert á. Allir hafa jafnan rétt til útiveru á opnum svæðum.

 • Athugaðu búnaðinn reglulega, þ.e. dreka, línur, handföng/bar, harness, safety o.s.frv.
  ATH: prófaðu og æfðu reglulega að sleppa drekanum á safety-ið þannig að það verði ósjálfráð viðbrögð í hættulegum aðstæðum.

 • Skoðaðu vel svæðið í kringum þig áður en þú byrjar, m.t.t. öryggissvæðis framan við þig (allavega 200m), byggingar eða annað fyrir aftan þig sem truflar vindinn, umferð fólks og hluti sem gætu orðið til vandræða (grjót o.s.frv.)

 • Fólk er oft áhugasamt og forvitið um kraftdrekaflug. Biddu fólk vinsamlega um að standa aftan við þig sem er eini öruggi staðurinn fyrir áhorfendur. Mundu að línur á fullu krafti skera eins og hnífur.

 • Hafðu það alveg á hreinu að þú berð alltaf ábyrgð á öruggri stjórn drekans og því tjóni sem þú gætir valdið sjálfum þér eða öðrum.

 • Ekki vera einn, fáðu e-n með þér hvort sem hann er að kite-a eða bara að fylgjast með þér (taka myndir/videó er sniðugt til að koma í veg fyrir aðgerðaleysi)

 • Vertu alltaf í viðeigandi öryggisbúnaði.:
Á snjó: hjálmur, hlífar (bak, olnboga, hné), hanskar, skíðagleraugu, (gríma).

Outback: GPS, áttaviti, kort af svæðinu (og kunna að nota þessa hluti), nesti/vatn, auka kite á bakinu (minni til að komast heim, virkar líka sem varahlutir ef t.d. slitin lína), UV gleraugu, sun-block.

Á vatni: þykkur góður galli, flot-högg vesti (impact), hjálmur,  hanskar.

Alltaf: línuhnífur, flauta, fjarskiptatæki sem virka á staðnum (GSM, NMT, VHF)

 • Til þess að ankera dreka við uppsetningu og niðurpökkun er hægt að nota skíði stungin í snjóinn ef hann er nægur, ísexi, ísskrúfu á frosnu vatni eða hundahæl (corkscrew) á grasi.

 • Lærðu vel grundvallaratriði fyrstu hjálpar (skyndihjálp)

 • Skilja eftir plan heimafyrir um hvert verður farið og hvenær verður komið tilbaka.

 

Höfundur: Geir Sverrisson - Kite tilkynningaskyldunni

 
Nćsti >
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.