Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Blaze II Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Nú hefur kínverski flugdrekaframleiðandinn Pansh (www.panshkite.com) hafið sölu á nýrri gerð af Blaze kraftdrekanum sem er einfaldlega nefndur Blaze II.  Helsta breytingin á þessari gerð er sú að nú er drekinn með svokallað  "depower" kerfi sem gerir mönnum kleyft að minnka loftmótstöðu drekans og þar með afl.  Þetta er gert með því að breyta lögun kraftdrekans og veitir þessi eiginleiki kraftdreka flugmanninum mikið öryggi og aukna stjórn á drekanum.

 

 Blaze II            Blaze II           Blaze II

Annar kostur við "depower" kraftdreka er sá að hægt er að nota þá við ólíkari vindstyrk og aðstæður þar sem hægt er að draga úr kraftinum með því að nota "depower" eiginleikana. 

Blaze II er til í 5, 7, 10 og 12 metra stærðum og í tveimur litum.  Önnur (útlits) breyting á drekanum frá því að  Blaze kom út er sú að munstur/skreyting á drekanum er á báðum hliðum hans.  Helsti ókosturinn við þennan dreka er kannski í fljótu bragði sá  að ekki fylgir stýristöng eða control bar með honum en hinsvegar fylgja handföng og línur þannig að hægt er að fljúga honum strax þó að mælt sé með að notuð sé stýristöng. 
Ástæðan fyrir þessu er sú að Pansh er að reyna að halda sendingarkostnaði í lágmarki.  Þess má geta að inn í öllum verðum er innifalin hraðsending hvert sem er í heiminum þannig að líkur eru á því að drekinn verði kominn heim að hurð hjá kaupanda innan viku frá pöntun.  

Sala á drekanum hófst 1. janúar síðastliðinn og eins og fyrr er verði stilt í hóf en verðið á 5 metra dreka er einungis 199 dollarar sem er það allra lægsta sem þekkist í bransanum.  Þá má geta þess að ekki eru borgaðir tollar af stærri drekum.

Þrátt fyrir gríðarlega lág verð virðast gæði drekanna frá Pansh vera ásættanleg og hafa viðbrögð manna sem hafa verslað við Pansh almennt vera mjög jákvæð. 

Fyrir þá sem vilja skoða myndbönd af drekunum er hægt að fara hingað.  Hægt er að finna þráð um flugdrekann á spjallþráðum Kite.is

 

 

 
< Fyrri   NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

kitelife
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.