Kite.is

Heim arrow Fréttir arrow Sportdrekar arrow Flugdreki ógnaði flugöryggi
Flugdreki ógnaði flugöryggi Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Það er ekki hverjum degi sem flugdrekar eru í fréttum hér á klakanum en um daginn birtist þessi bráðskemmtilega frétt í Mogganum: 

Það er fátítt að lögreglumenn hafi afskipti af fólki með flugdreka en þó gerðist það í þessari viku. Um var að ræða karlmann sem var með flugdreka í Öskjuhlíðinni. Flugdrekinn var svo hátt á lofti að hann truflaði aðflug flugvéla að Reykjavíkurflugvelli.

Maðurinn tók afskiptum lögreglu vel og tók niður flugdrekann. Hann sagðist jafnframt ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni sem af þessu skapaðist

Flugdreki
Birt með leyfi gwtw-kites

Þó að þessi frétt hljómi undarlega í eyrum margra má benda á að hæsta skráða flugdrekaflugið er yfir 31.000 fet eða um 10 kílómetrar. Hversu hátt þessi tiltekni maður flaug er óvíst en hann hefur líklega ekki verið nálægt því að slá heimsmetið.

Hægt er að lesa meira um met hérna og upprunalegu fréttina er hægt að lesa hérna.

 
< Fyrri   Næsti >
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.