Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Revolution 1.5 SLE Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Það eru um það bil 3 ár síðan ég sá 4-línu flugdreka í fyrsta skipti en það reyndist vera flugdreki af gerðinni Revolution 1.5 SLE.  Fyrsti Revolution flugdrekinn kom á markað í Bandaríkjunum árið 1989 en þá hafði þróun og hönnun á drekanum staðið yfir í 2 ár.   Það má segja að Revolution flugdrekinn hafi valdið straumhvörfum í flugdrekasportinu en flugdreki með þessa flugeiginleika hafði ekki sést á markaðnum áður. 

 REV 1.5 SLE

Flugdrekinn er mjög ólíkur hefðbundnum, þríhyrndum og tígullaga flugdrekum  - bæði í útliti og kannski fyrst og fremst hvað flugeiginleika varðar.  Revolution flugdrekarnir eru í raun eins og vængur þar sem hvorum enda vængsins er stjórnað fyrir sig, ekki ósvipað og hallastýri á flugvél, með tveimur línum - tvær að ofan og tvær að neðan.  Þetta gerir flugdrekanum kleyft að fljúga afturábak og áfram og flugmaðurinn hefur fullkomna stjórn á hraðanum og getur stoppað drekann, nánast á sekúndubroti. 


Nokkrar mismunandi gerðir eru til af Revolution flugdrekanum svo sem Revolution I og II, EXP og SLE.  Þá eru til vented útgáfur að helstu tegundunum en á slíkum flugdreka er hluti af seglinu í rauninni net sem hleypir loftinu í gegnum sig þannig að flugdrekinn hefur meira vindþol (þolir meiri vind/rok án þess að missa flugeiginleika eða hreinlega brotna). 

Þá er til inniflugdreki í Revolution seríunni en sá flugdreki er svo léttur að hann þarf nánast engan vind til að fljúga - það nægir að ganga rólega aturábak til að halda honum á lofti.

Árið 1998 komu svo á markaðinn svokallaðir Speed flugdrekar en það eru Revolution Supersonic og Revolution Shockwave.  Þessir drekar eru hannaðir fyrir hraða  frekar en nákvæmni í flugi og sem dæmi má nefna að Supersonic flugdrekinn hefur mælst á um 120 kmh og getur flogið helmingi hraðar afturábak en 1.5  SLE getur flogið áfram. Heimasíða Revolution flugdrekanna er hérna.

Ég lét loksins verða að því að panta Revolution 1.5 SLE á netinu en því miður er engin endursöluaðili hér á landi. Það gerir það að verkum að flugdrekinn er mjög dýr í innkaupum en Revolution 1.5 SLE kostar um 23.000. hingað kominn.  Ég pantaði flugdrekann frá vefversluninni www.awindofchange.com í Bandaríkjunum og ég get hiklaust mælt með þeim aðila.

Ástæðan fyrir því að ég valdi Revolution 1.5 SLE er sú að hann er vinsælasti 4-línu flugdrekinn á markaðnum - bæði meðal almennings og einnig meðal keppenda og atvinnumanna.  Hann er býður upp á gríðarlega nákvæmni í stjórnun og hentar nokkuð vel fyrir byrjendur.

Flugdrekinn kom eftir rúma viku og eins og við var að búast er allt sem tengist þessum dreka mjög vandað.  Með drekanum fylgir kennsludiskur (DVD), bæklingur og einblöðungur með leiðbeiningum, stálhöld, poki og 25 metra langar, 40 kg Laser Pro Gold spectra fluglínur á sérstöku kefli. 

Flugdrekinn er til  í 6 mismunandi litasamsetningum en ég valdi svartan og rauðan þar sem ég taldi að hann væri vel sýnilegur á himnum en ég vildi ekki velja of skæran lit (neon) þar sem þeir dofna meira með tímanum.  Það þarf ekki að taka fram að allur frágangurá flugdrekanum er fyrsta flokks, saumaskapur og efni eins og best verður á kosið en stangirnar í grindinni eru níðsterkar og fisléttar grafít-stangir.  Flugdrekinn er nokkuð stór, um 231 cm að lengd en alveg ótrúlega léttur eða um 283 grömm eða svo.

 

 Eiginleikar Revolution 1.5 SLE

 Vindþol 2 - 12 m/s
 Vængbreidd 231 cm
 Hæð 78 cm
 Þyngd 283 grömm
 Segl Ripstop nælon
 Grind Grafít
 Erfiðleikastig Byrjendur-Vanir 

 

Það er frekar auðvelt að setja flugdrekann upp - sérstaklega ef maður horfir nokkrum sinnum á DVD-diskinn og les bæklinginn áður en lagt er af stað.  Mikilvægt (eða hér um bil nauðsynlegt) er að hafa eitthvað til að stinga í jörðina ti lað halda drekanum (höldunum) á meðan drekanum er stilt upp s.s. skrúfjárn eða þartilgert áhald (kitestick).  Línurnar eru tengdar við höldin og því næst er línunum rúllað af keflinu og tengdar við flugdrekann.  Yfirleitt koma upp smávægilegar flækjur en það yfirleitt lítð mál að leysa það.   

Ég verð að viðurkenna að fyrstu flugferðirnar mínar gengu ekki alveg jafn vel og ég hafði búist við og vonað.  Ég held að þar hafi verið um að kenna að verulegu leiti að ég hef verið að fljúga uppblásnum (foil) 4-línu flugdreka sem er mjög ónákvæmur og einnig 5m kraftdreka sem einnig er ónákvæmur og gríðarlega hægfara. 

Helstu mistök sem byrjendur gera er að yfirstýra og ofleiðrétta á meðan á flugi stendur og það er örugglega það sem ég gerði í fyrstu. Þegar Rev-inum er flogið hefur hver hreyfing á fluglínunum, jafnvel 2-3 sentimetrar, áhrif.  Nákvæmnin og svörunin í drekanum er ótrúlega mikil og því nauðsynlegt að vera vel vakandi og við öllu búinn þegar flogið er, sérstaklega ef það er hvasst þar sem allar hreyfingar verða enn hraðari.

Eftir 3 ferðir með flugdrekann og eftir að hafa minnkað allar stjórnhreyfingar til muna þá þykist ég vera orðinn nokkuð öruggur - er hættur að "stolla"  (flugdrekinn missir afl við ákveðið áfallshorn) og farinn að geta bjargað mér úr flestum aðstæðum.  

Ég mæli eindregið með þessum flugdreka.  Að fljúga þessum flugdreka er gríðarlega skemmtilegt og krefjandi býður upp á endalausa möguleika.  Það er ljóst að það tekur tíma að ná tökum á þessum dreka en það er hverrar mínótu virði. 

 

Einkunn:   Image

 

Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar hjá Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­  

 

kveðja Guðmundur

 

 
NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

AWOC
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.