Kite.is

Heim arrow Fréttir arrow Sportdrekar arrow Sumarið er tíminn
Sumarið er tíminn Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Nú er sumarið komið og flugdrekavertíðin hafin ef svo má að orði komast.  Á Íslandi er því miður ekki nein sérhæfð flugdrekaverslun en hægt er að kaupa sportflugdreka víða svo sem í leikfangaverslunum, Byko, Húsasmiðjunni og Rúmfatalagernum svo dæmi séu tekin.  Sportflugdrekar eru venjulega þríhyrningslaga tveggja línu flugdrekar sem hægt er að gera ýmsar kúnstir með. Flugdrekarnir sem fást á þessum stöðum eru venjulega  frekar óvandaðir (enda mjög ódýrir) og flugeiginleikar og ending í samræmi við verðið. Það getur verið góð skemmtun að fljúga þessum drekum en það jafnast ekki á við að fljúga vandaðri flugdrekum.

 

Prism Micro flugdrekar

 

Ef fólk vill eignast virkilega vandaða flugdreka þá þarf að leita erlendis og þá er þægilegast að versla á netinu en þar er að finna tugi ef ekki hundruðir verslana.  Undirritaður hefur verslað við marga aðila erlendis t.d. á Ebay en ég get leyft mér að mæla sérstaklega með www.awindofchange.com og winddancekites.com Ég hef verslað nokkrum sinnum við báðar verslanir og þær eru með sanngjörn verð og fína þjónustu,  Einnig er tilvalið að versla flugdreka á Ebay en þar er þægilegt að gera verðsamanburð og skoða sölusögu viðkomandi seljanda til að fullvissa sig um að seljandinn sé áreiðanlegur.


 
Næsti >
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.