Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Sportdrekar og keppnir Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   


Fæstir gera sér grein fyrir hversu langt flugdrekasportið hefur þróast á undanförnum árum og keppnir í flugdrekaflugi hafa verið haldnar um margra ára skeið.  Aðallega er keppt með 2- og 4-línu flugdreka bæði í einstaklings- og hópa(parakeppni).  Slíkar keppnir snúast venjulega um að leysa ákveðin verkefni svo sem að fljúga ákveðin mynstur eða gera  flugæfingar sem hafa verið skilgreindar fyrirfram. 

Hér að neðan er dæmi um æfingu fyrir tvo tveggja línu flugdreka þar sem lögð er áhersla á samhliða línur, horn og beygjur og hraðastjórnun. Hægt er að fela línur, stöðva, "spóla til baka" ofl. á myndinni hér að neðan. 

Hér að neðan er tenglar á bækur sem fjalla um keppnir, reglur og æfingar sem gefnar eru út af ISK en  ISK stendur fyrir International Sport Kite.  Í ISK eru samböndin AKA (American Kitefliers Association), STACK (Sport Team And Competitive Kiting - sem er víða um lönd) og AJSKA(All Japan Sport Kite Association) í Japan en þetta eru  eru stærstu flugdrekasambönd heims.  Í þessum bókum er m.a að finna nákvæmar lýsingar á þeim æfingum sem þarf að gera í keppnum auk leiðbeininga fyrir dómara.

Skylduæfingabók:
http://worldsportkite.com/irb/ISK%20Compulsories%20Book%20v2.1_Final_Release.pdf

Fyrir dómara:
http://worldsportkite.com/irb/ISK%20Judges'%20Book%20v2.1_Final_Release.pdf

Reglubók f. keppendur:
http://worldsportkite.com/irb/ISK%20%20Rules%20Book%20v2.3_Final_Release_Version.pdf

Hægt er að skoða myndræna útgáfu af flestum af þeim æfingum sem eru í keppnum - bæði fyrir 2- og 4-línu flugdreka : http://www.reeddesign.co.uk/iskcb/index.html

Nú er um að gera að kaupa góðan dreka og drífa sig út að fljúga.  Flugdrekasportið er fjölbreytilegt sport sem ætti  að henta flestum og hentar vel hér á Íslandi.  Ef þú hefur einhverjar spurningar hafðu þá endilega samband
 
NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

GWTW
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.