Kite.is

Heim arrow Fréttir arrow Ýmislegt arrow Vetrarverkefni
Vetrarverkefni Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Veturinn er oftar en ekki rólegur hjá flugdrekaáhugamönnum.  Fólk tengir flugdrekaflug oftast við sumartímann en það er ekkert því til fyrirstöðu að fljúga á veturna þegar vel virðrar. Margir hafa gaman að því að fljúga í snjó og vetrarkulda en þeir eru þó fleiri sem halda sig innandyra.  Vetrartíminn er tilvalinn til að dytta að flugdrekunum og smíða og/eða hanna nýja flugdreka og algengt er að klúbbar og félög sameinist um ákveðin vetrarverkefni.  Slíkt vetrarverkefni getur til dæmis verið smíði á lest sem samanstendur af tugum lítilla flugdreka eða einn stór flugdreki.

       

 

Á netinu er hægt að finna fjöldann allan af teikningum af flugdrekum af öllum stærðum og gerðum auk leiðbeining.  Góður vefur fyrir þá sem langar til að búa til flugdreka er www.kitebuilder.com. Þar er að finna fjölda teikninga og einnig mjög öflugan umræðuvef - einn þann besta á netinu þar sem margir af fremstu flugdrekasmiðum heims skiptast á reynslusögum og ráðleggingum. Á þessum vef er einnig hægt að panta allt efni sem þarf til að smíða flugdreka.Til að lesa íslenska reynslusögu af smíði hlugdreka er hægt að fara hingað .  Ef þið lumið á myndum, teikningum eða ráðleggingum varðandi smíði á flugdrekum endilega hafið samband .

 
< Fyrri   Næsti >
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.