Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Sutton flugdrekar Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Sutton flugdrekar eru vinsælir og til margra hluta nytsamlegir.  Þessir flugdrekar eru uppblásnir (parafoil) og byggja á svipaðri tækni og margar fallhlífar og kraftdrekar þar sem vængur er saumaður úr efni (oftar en ekki úr næloni) með efra og neðra byrði. Milli þessara byrða eru mörg lítil hólf, ekki ósvipað og í flugvélavæng.  Ólíkt flugvélavængnum er Sutton flugdrekinn að mestu opinn að framanverðu .  Þetta er til þess gert að hleypa lofti inn í flugdrekann til að hann fái á sig rétta lögun. Að aftan er minna op til að hleypa loftinu út. Við þetta myndast ákveðinn loftþrýstingur inn í flugdrekanum sem hjálpar við að halda honum stöðugum þrátt fyrir breytingar á vindhraða.

Sutton með flugdreka

Sutton flugdrekinn er kenndur við kanadíska fallhlífastökkvarann Steve Sutton en hann var í kanadíska landsliðinu í fallhlífastökki og átti m.a. metið fyrir flest fallhlífastökk á 24 klukkustunda tímabili eða 200 stökk. Upp úr 1970 vann Sutton við þróun og endurbætur á fallhlífum sínum og er þessi flugdreki afurð þeirrar vinnu sem hann fékk síðar einkaleyfi á.

Sutton flugdrekinn hefur marga kosti, m.a. að vera mjög stöðugur á flugi og hafa mikla lyftigetu. Þá eru engar stangir í honum þannig að erfitt er að skemma hann og auðvelt er að pakka honum saman að flugi loknu.  Til eru ýmsar stærðir af þessum flugdrekum allt frá litlum flugdrekum sem henta fyrir börn upp í risastóra sýningarflugdreka.  Hér að neðan eru nokkur atriði sem flugdrekinn er hentugur fyrir.

Til loftmyndatöku (KAP) - Sutton flugdrekar henta afar vel fyrir loftmyndatökur vegna lyftigetu og stöðugleika.  Flugdrekinn getur leikandi borið stafræna myndavél ásamt fjarstýringu og stýribúnaði.  Meðal annars hafa þessir drekar verið notaðir til að taka loftmyndir af viðkvæmum svæðum s.s. fornleifauppgreftri oþh.  Þá er hann tilvalinn fyrir almenna loftmyndatöku á þröngum svæðum oþh.

Til að draga báta - Sutton flugdrekar henta vel til að draga áfram báta s.s. kæjaka þar sem hann hefur mikinn togkraft,er öflugur og ef hann lendir í vatni leggst hann strax saman þannig að hægt er að draga hann að bátnum, hrista vatnið af og setja aftur á loft.  Einnig er beyslið (bridle) einföld þannig að minni hætta er á það flækist.  Val á stærð flugdreka fer eftir veðri og vindum og þvi meiri sem vindurinn er og/eða báturinn léttari þeim mun minni flugdreka þarf.

Til að lyfta loftnetumSutton flugdrekar hafa stundum verið notaðir af radíóamatörum til að lyfta loftnetum til himins - jafnvel tugi metra til að auka drægni radíómerkja.

Til sýningar - Sutton flugdrekar eru vinsælir á flugdrekahátíðum, sérstaklega stærri tegundirnar og þá eru þeir gjarnan notaðir til að bera uppi ýmiskonar skraut (line junk) og geta verið tilkomumiklir á himninum.

Árið 1984 veitti Sutton fyrirtækinu Air Affairs einkaleyfi á framleiðslu á flugdrekum sínum og sér fyrirtækið um að framleiða flugdrekann.  Hægt er að fá nokkrar mismunandi stærði en stærstu flugdrekarnir eru um 5,5 x 7,5 metrar að stærð og þurfa 750 - 900 kg línu til að fljúga.

 
< Fyrri   NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

GWTW
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.