Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vi­ h÷fum 3 gesti tengda

Heim
Myndat÷kur me­ flugdrekum (KAP) Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Myndatökur með flugdrekum eða KAP (Kite Aerial Photography) er ein aðferð til að taka loftmyndir og vinsælt tómstundagaman víða um heim.  Aðferðin felst í því að myndavél er fest á fluglínu flugdreka  sem settur er á loft og þannig er myndavélin hafin til himins.  Til að smella af er oftast notast við fjarstýringu, tímastillingu eða sjálfvirkan búnað af einhverju tagi.  Búnaðurinn getur verið allt frá því að vera einfaldur og ódýr upp í að vera mjög dýr og flókinn. 

Upphaf KAP

Áhöld eru um það hvenær fyrsta ljósmyndin var tekin með flugdreka. Sumir segja að breski veðurfræðingurinn  E.D. Archibald hafi tekið fyrstu myndina árið 1882. Það eru þó mun fleiri sem segja ljósmyndatökur með flugdreka eigi rætur sínar að rekja til Frakklands og að það hafi verið frakkinn Arthur Batut sem tók fyrstu ljósmyndina árið 1888. Batut smíðaði sjálfur létta myndavél sem hann festi á trégrindina á tígullaga flugdreka og notaði hann  kveikiþráð  til að smella af.  Árið 1890 skrifaði Batut fyrstu bókina um myndatökur með flugdrekum sem ber heitið  La photographie aérienne par cerf-volant og sama ár hóf hann samstarf við annan franskan ljósmyndara Emile Wenz að nafni og varði það samstarf í nokkur ár.  Þeir Batut og Wenz hurfu fljótlega frá því að festa myndavélarnar beint á grindur flugdrekanna en hengdu þær frekar í línu sem síðan var tengd fluglínu flugdrekans.Þannig náðist aukinn stöðugleiki og einnig var hægt að komast að myndavélinni án þess að taka flugdrekann niður. Á næstu árum varð mikið þróun í aðferðum og búnaði við myndatökur með flugdrekum og fleiri hófu að taka myndir meðal annars í Bandaríkjunum.

Búnaður og flugdrekar

Hægt er að festa myndavél beint á flugdreka en oftast eru myndavélarnar festar á nokkurs konar grind eða vöggu sem síðan er hengd með línum í fluglínu flugdrekans.  Ýmsar útfærslur eru til af þessum vöggum og dæmi um einfalda útfærslu væri vagga úr tréi og teygjum en flóknari vagga væri með rafeindastýrðum jafnvægsstillibúnað, fjarstýringu oþh.

 Einn mikilvægasti eiginleiki flugdreka sem notaðir eru við myndatökur eru stöðugleiki en einnig skiptir burðargeta að sjálfsögðu máli. Algengast er að nota einnar línu flugdrekar og eru Rokkaku, Delta (þríhyrndir) og Parafoil (uppblásnir) flugdrekar vinsælastir.

Rokkaku flugdrekar eru klassískir japanskir flugrekar og eru mjög stöðugir.   

Delta flugdrekar og þá sérstaklega afbrigði sem nefnist Delta Conyne eru stöðugir og með mikla burðargetur og fljúga hátt  og eru því tilvaldir til myndatöku.  Delta Conyne er í raun kassaflugdreki með vængi.  Annar kassadreki sem hentar vel til myndatöku er Cody flugdrekinn en slíkir flugdrekar voru m.a. notaðir í hernaði til lyfta mönnum til himins.   

Parafoil (uppblásnir flugdrekar) eins og Sutton eru eru mjög vinsælir til myndatöku en þeir hafa gríðarmikla burðargetu, eru einstaklega stöðugir og jafnframt mjög meðfærilegir þar sem þeir hafa enga grind eða stangir og því ekki eins viðkvæmir fyrir hnjaski eins og aðrir flugdrekar.  Lesa má grein um sutton flugdreka hérna og  Hægt er að lesa nánar um tegundir flugdreka hérna .

Frægasta myndin

Ein frægasta mynd sem tekin hefur verið með flugdreka er án efa ljósmynd sem var tekin af San Fransisco borg eftir jarðskjálftann mikla árið 1906.  Jarðskjálftinn var gríðaröflugur og lagði meirihluta borgarinnar í rúst en jarðskjálftinn mældist 7.9 á Richter-kvarða og varði í 46 sekúndur.  Eftir jarðskjálftann komu margir ljósmyndarar til borgarinnar til að taka myndir af rústunum og einn þeirra var George R. Lawrence.

ImageHægt er að skoða afrit af myndinni í góðri upplausn á vef Landmælinga Bandaríkjanna

George hafði áður gert nokkrar tilraunir til loftmyndatöku m.a. með loftbelgjum. Árangur þeirra tilrauna var misjafn og meðal annars hrapaði hann tvisvar til jarðar og var heppinn að sleppa lifandi. Í kjölfarið byrjaði hann að prófa sig áfram með flugdreka til að bera myndavél til himins.

Myndavélin sem hann smíðaði til að taka mynd af San Fransisco og var hvorki meira né minna en 25 kíló að þyngd og flatarmál negatívunnar í myndavélinni var hvorki meira né minna en 45 x 114 sentimetrar.  Til að bera þessa miklu þyngd var notuð lest af Delta Conyne flugdrekum og vaggan sem myndavélin var fest á var sérsmíðuð af Lawrence.

Á eitthundrað ára afmæli myndar Lawrence var ákveðið að reyna að taka aðra mynd með aðstoð nútíma tækni. Það var ljósmyndarinn Scott Haefner í samstarfi við Drachen Foundation  sem stóð fyrir þessari tilraun.  Lesa má um tilraunina á vef Scott Haefner. 

Á ljósmyndavefnum Flickr má finna þúsundir KAP mynda. Smellið hér til að skoða myndir. Þar má einnig finna nokkrar íslenskar myndir.

Frekari lesning um KAP er m.a að finna á Wikipedia á KAPER

 

 
< Fyrri   NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

Tilkynningarskyldan
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.