Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Bristol 2009 Prenta Rafpóstur
Skrifað af Gos   

Dagana 12. og 13. september síðastliðin var alþjóðlega flugdrekahátíðin í Bristol haldin í 23. skiptið.  Undirritaður lagði land undir fót og heimsótti Bristol til að vera viðstaddur hátíðina.  Hátíðin er haldin í Ashton Court sem risastórt landssvæði á hæð yfir Bristol.  Hátíðin er ein stærsta flugdrekahátíð í Bretlandi og líklegt er að hátt í 40 þúsund manns hafi sótt hátíðina í ár. Þátttakendur koma frá öllum heimshornum meðal annars frá Nýja Sjálandi, Ástralíu, Evrópu og frá fjölmörgum klúbbum á Bretlandseyjum.



 
Sýningarsvæðin voru þrjú talsins og var fyrsta svæðið fyrir einnar línu flugdreka.  Það sýndu meðal annarra Peter Lynn frá Nýja Sjálandi 28 metra langan kolkrabba og 30 metra langa eðlu.  Peter Lynn er þekktur fyri
r risaflugdreka sína en hann átti meðal annars heimsmet til skamms tíma fyrir stærsta flugdreka í heimi. Auk þess framleiðir hann kraftdreka og búnað tengdan þeim.  Þá var einn af stofnendum hátíðarinnar Martin Lester mættur með "fótleggja"-flugdrekana sína en þeir líta einmitt út eins og risastórir fótleggir á flugi og vekja venjulega mikla eftirtekt.  Þá var Phil McConnachie frá Ástralíu mættur með fljúgandi höfrunga, hákarla og hafmeyjuFrá Evrópu komu Roberts van Weersm, Marco Casadio, Jan van Leewen ofl.


Á sýningarsvæði 2 var dagskrá báða dagana þar sem þulur kynnti atriðin sem voru í gangi hverju sinni.  Þar var meðal annars boðið upp á hópflug frá Englandsmeisturunum í The Scratch Bunnies, rokkakubardaga og kraftdrekaflug.  Þá sýndi indverski flugdrekameistarinn Stafford Wallace listir sýnar með indverska bardagadreka en margir kannast við slíka dreka úr kvikmyndinni Flugdrekahlauparinn.  Hópurinn The Decorators sýndi listflug með fjögurra línu flugdrekum en þeir hafa áratuga reynslu af slíku flugi,  Auk fyrrnefndra atriða voru fjölmorg önnur og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi.


Keppendur í Trick Out

Sýningarsvæði 3 var frátekið fyrir STACK sem er skammstöfun fyrir Sport Team And Competitive Kiting en það eru samtök sem vinna að útbreiðslu flugdrekaflugs sem sports og keppnisgreinar.  Fyrri daginn var kennsla fyrir byrjendur en seinni daginn var svokallað Trick Out sem er útsláttarkeppni í listflugi.  Þá keppa tveir og tveir keppendur til skiptist, 3 x 30 sekúndur í senn og eftir flugin þá ákveða hinir keppendurnir hver heldur áfram í næstu umferð.  Undirritaður fylgdist með þessari keppni en þar voru mættir margir af bestu flugmönnum Bretlands og sérstaklega gaman að fylgjast með þeim.

Það er óhætt að segja að hátíðin hafi verið stórkostleg upplifun og er hiklaust hægt að mæla með henni fyrir alla sem hafa gaman að flugdrekum.
 
< Fyrri   Næsti >

Hefurðu smíðað flugdreka?
 

GWTW
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.