Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
═slandsflugdrekinn Prenta Rafpˇstur
Skrifa­ af Gos   

Mér barst skemmtilegt bréf fyrir nokkru síðan frá þýskum ferðamanni að nafni Christian Harm sem hafði ferðast um Ísland árið 2005 og í kjölfarið búið til flugdreka sem hann byggði á ferðalaginu.  Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema að flugdrekinn sem er gríðarlega vel smíðaður færði Christian þýskalandsmeistaratitil í flugdrekasmíði árið 2008.  Flugdrekinn sem er japanskur EDO flugdreki er býsna stór eða um 4.2 metrar á hæð og 2.65 metrar á breidd og byggir eins og áður sagði á ferðalaginu um ísland og þeim stöðum sem heimsóttir voru.

 

Iceland EDO

 

 

Christian og eiginkona hans ferðuðust um allt landið og skoðuðu ýmsar náttúruperlur Íslands.  "Fossar eins og Goðafoss, Dettifoss og Gullfoss eru mjög mikilfenglegir en uppáhaldsstaðurinn okkar var án efa Jökulsárlón.  Við fórum tvisvar þangað. Fyrri daginn var sólskin og litirnir á jöklunum og vatninu voru sterkir og lifandi.  Daginn eftir var skýjað og smá þoka og stemmingin töfrum líkust.  Við eyddum mörgum klukkustundum í að horfa á landslagið. Mér datt í hug búa til mynd af ísjaka á flugdrekann en ákvað á endanum að sleppa því þar sem það er mjög erfitt a túlka öll smáatriðin í ísnum í Jökulsárlóni.  Í dag, 5 árum síðar, hefði ég prófað það." 

Flugdrekinn er samsettur úr nokkrum myndum og meðfylgjandi er stutt lýsing frá Christian á nokkrum þeirra:

Hvalasporðurinn: "Við fórum í hvalaskoðunarferð til Húsavíkur á gömlum fiskibáti. Ég tók ekki myndina en það var mjög vont veður í ferðinni og flestir urðu sjóveikir en ég og konan mín tókum sem betur fer sjóveikitöflur áður en við lögðum af stað."

Lundar: Myndin er samsett úr 3 myndum sem voru m.a teknar í  Dyrhólahey og Ingólfshöfða.

Viti: "Upprunalegi vitinn sem við sáum á Vatnsnesi var hvítur og það voru engir klettar í bakgrunninum.  Ég gerði smá breytingar til að bæta myndina. "

Foss og kirkja: :  Myndirnar voru teknar á ferðalaginu og eru staðsetningar ótilgreindar.

Fiskibátur:  "Fiskibáturinn var "möst" þar sem rík hef er fyrir fiskveiðum á Íslandi.  Báturinn er til í alvörunni en stendur á þurru landi. Fjöllin og báturinn eru upprunaleg en ég bætti vatninu við og breytti nafninu á bátnum."

Fáni:  "Í fyrstu vildi ég setja mynd af blómum á flugdrekann en ég hafði ekki nægan tíma þannig að ég ákvað að setja mynd af fánanum í staðinn."

 

Hér að neðan eru smá upplýsingar um smíðatíma ofl.

Tími í smíði
 160 klst.
Stærð
 420 cm x 265 cm
Beysli  28 punktar - 42 metrar
Þyngd 4.5 kg (með beysli)
Vindþol 2.5 - 4.5 bft


Eins og sjá má er þessi flugdreki einstakur að gerð og gæðum.  Saumað er svokallað "Applique" og unnið með sleipt nælonefni sem  nokkur kúnst er að sauma úr og auðvelt að sjá hvers vegna flugdrekinn vann fyrstu verðlaun í Þýskalandi.  Vonandi fáum við að sjá þennan flugdreka á Íslandi í framtíðinni.
 
< Fyrri   NŠsti >

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

Tilkynningarskyldan
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.