Skrifað af Gos
|
Flugdrekadagur verður haldinn í annað sinn á túninu sunnan Verkmenntaskólans á Akureyri laugardaginn 28. ágúst (á Akureyrarvökunni) frá kl. 14:00-16:30. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel í fyrra og lagði mikill fólksfjöldi leið sína á túnið til að fljúga og fylgjast með.
Við skorum á alla að mæta með flugdrekana sína og fljúga með okkur og njóta dagsins.
|