Á kraftdreka yfir Ísland á 8 tímum |
Skrifað af Gos
|
„Síðustu þrjátíu kílómetrana var ég orðinn svo þreyttur að ég fann
ekki fyrir fótleggjunum,“ segir franski jaðaríþróttamaðurinn Jerome
Josserand. Á föstudag varð hann sá fyrsti til að ferðast þvert yfir
Ísland á svokölluðum snjódreka. Með snjódreka láta menn vindinn draga
sig áfram á skíðum eða snjóbretti, og geta þannig náð verulegum hraða,
en á tímabili náði Jerome sextíu kílómetra hraða á skíðunum. Hann
kláraði ferðina á átta og hálfum tíma.
„Þetta er rosalegt afrek hjá honum og maður trúir því varla að hann
sé búinn að þessu. Vindurinn fór upp í tuttugu metra á sekúndu á
tímabili, en til samanburðar má nefna að ég pakka saman ef hann fer í
tíu metra á sekúndu,“ segir Gísli Steinar Jóhannesson hjá Paragliding
sem aðstoðaði Jerome. (frétt af vísir.is)
|
|
Ætlar að þvera Ísland á snjódreka á einum degi |
Skrifað af Gos
|
Franski ofurhuginn Jerome Josserand ætlar sér að þvera Ísland í byrjun Mars. Jerome er atvinnumaður í því að láta stóran flugdreka draga sig eftir mjöllinni, en fyrirbærið er kallað „snowkiting" upp á ensku. Hann á meðal annars heimsmetið í stökki á slíku tæki en hann fór um 450 metra í einu stökki.Til þess að þvera landið frá norðri til suðurs þarf hann að ferðast á miklum hraða í gegnum hættulegar hálendisaðstæður, að því er fram kemur í tilkynningu. „Eftir árs undirbúning veit ég að ég er tilbúinn á líkama og sál til þess að þvera hið ógnvænlega íslenska hálendi,“ segir Jerome.
|
|
Skrifað af Gos
|
Snowkiting eða snjódrekaflug er það kallað þegar menn nota kraftdreka til að draga sig áfram á skíðum (telemark) eða snjóbretti. Bæði foil- og LEI drekar af öllum stærðum og gerðum eru notaðir. Ekki skiptir máli hvort notuð eru skíði eða snjóbretti - það fer eftir smekk hvers og eins hvað hann vill nota. Kostnaður við kraftdreka getur verið frá 10.000 og upp í og yfir 100.000 allt eftir þvi hvaða stærð af dreka er keypt og hvernig aukabúnaður (belti, línur, hjálmur oþh.). Vinsælir staðir fyrir þetta sport eru nálægt skíðastöðum, uppi á hálendi og á jöklum s.s. Langjökli 
|
|
Skrifað af Gos
|
Dagana 12. og 13. september síðastliðin var alþjóðlega flugdrekahátíðin í Bristol haldin í 23. skiptið. Undirritaður lagði land undir fót og heimsótti Bristol til að vera viðstaddur hátíðina. Hátíðin er haldin í Ashton Court sem risastórt landssvæði á hæð yfir Bristol. Hátíðin er ein stærsta flugdrekahátíð í Bretlandi og líklegt er að hátt í 40 þúsund manns hafi sótt hátíðina í ár. Þátttakendur koma frá öllum heimshornum meðal annars frá Nýja Sjálandi, Ástralíu, Evrópu og frá fjölmörgum klúbbum á Bretlandseyjum.
|
Lesa meira...
|
|
Skrifað af Gos
|
Flugdrekadagur verður haldinn laugardaginn 29. ágúst frá kl. 14-16 á túninu sunnan Verkmenntaskólans. Ætlunin er að sýna mismunandi gerðir flugdreka og veita fróðleik um flugdreka og flugdrekaflug.
Það er von okkar að sem flestir mæti með flugdrekana sína og fljúgi með okkur.

|
|
|
|
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 Næsta > Endir >>
|