Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Hvaš er "kitesurfing"?
Skrifaš af Gos   

Kitesurfing (stundum nefnt sjódrekaflug á íslensku) er það kallað þegar menn láta kraftdreka draga sig áfram á bretti á sjó/vatni.  Aðallega eru notaðir LEI-drekar og er algeng stærð á þeim 8-20 metrar og jafnvel meira.  Segja má að þessi íþrótt sé blanda af brimbrettaiðkun og seglbrettasiglingu í bland við fugdrekaflug og telst hún vera innan við 10 ára gömul.  Vinsældir þessa sports hafa aukist gríðarlega á undanförnum árum og eru þónokkrir iðkendur á íslandi.  Ítarlegar upplýsingar um þetta sport er að finna á Wikipedia.

Image 

 
Flugdreki ógnaši flugöryggi
Skrifaš af Gos   

Það er ekki hverjum degi sem flugdrekar eru í fréttum hér á klakanum en um daginn birtist þessi bráðskemmtilega frétt í Mogganum: 

Það er fátítt að lögreglumenn hafi afskipti af fólki með flugdreka en þó gerðist það í þessari viku. Um var að ræða karlmann sem var með flugdreka í Öskjuhlíðinni. Flugdrekinn var svo hátt á lofti að hann truflaði aðflug flugvéla að Reykjavíkurflugvelli.

Maðurinn tók afskiptum lögreglu vel og tók niður flugdrekann. Hann sagðist jafnframt ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni sem af þessu skapaðist

Flugdreki
Birt með leyfi gwtw-kites

Þó að þessi frétt hljómi undarlega í eyrum margra má benda á að hæsta skráða flugdrekaflugið er yfir 31.000 fet eða um 10 kílómetrar. Hversu hátt þessi tiltekni maður flaug er óvíst en hann hefur líklega ekki verið nálægt því að slá heimsmetið.

Hægt er að lesa meira um met hérna og upprunalegu fréttina er hægt að lesa hérna.

 
Nordic Masters 2007
Skrifaš af Gos   

 

 Í lok mars - nánar til tekið  29. mars til 1. apríl verður haldin massíf snjódrekakeppni í  Sälen í Svíþjóð.  Fjörið verður í hávegum haft og á staðinn mæta margir af fremstu snjódrekaflugmönnum í Skandinavíu og þótt víðar væri leitað.  Meðal þáttakenda verða strákarnir frá snowkitefilm.com en þeir hafa aðstoðað við að setja upp skemmtilegar þrautir og hindranir til að gera samkomuna sem skemmtilegasta.

Hver þáttakandi getur gefið hinum stig í hverjum flokki í hverri umferð og verða þáttakendurnir að gera sitt allra besta til að fá sem flest stig frá hinum. Til að gera þetta enn skemmtilegra er hægt að versla með stig t.d. með öli Smile  Þá verður keppt í nýjum leik sem heitir "catch the flag" sem snýst um það að vera fyrstur að sækja fána og koma honum í höfn.

Það verður DJ með dúndrandi tónlist, matur, drykkur, ljósmyndarar og sjónvarpsstöðvar hafa tilkynnt komu sína til að fjalla um keppnina og taka viðtöl við þáttakendur.

Um að gera að skoða þetta nánar og náttúrulega helst að mæta á staðinn. Nánari upplýsingar á: http://www.nordicsurfers.com/events.php

 

 
Hvaš er kraftdreki?
Skrifaš af Gos   

Kraftdreki (yfirleitt kallað power kite eða traction kite á ensku) kallast almennt þeir flugdrekar sem hafa mjög mikla vindmótstöðu og toga þar af leiðandi mikið.  Kraftdrekar eru venjulega frekar stórir og eru yfirleitt notaðir til að draga menn áfram ýmist á skíðum í snjó, á bretti á sjó eða á landbretti eða "buggy" á landi.

 

Lesa meira...
 
K I T E . I S
Skrifaš af Gos   

Nú hefur flugdrekavefurinn www.kiteland.net verið fluttur á nýtt íslenskt lén www.kite.is.  Vefurinn verður áfram rekinn með sama hætti og áður og unnið verður áfram að því að klára flutninginn og ganga frá lausum endum.  Það er von mín að lénið www.kite.is festi sig fljótlega í sessi og vonandi munu þessar tilfæringar ekki valda notendum miklum óþægindum.

Vefurinn er í stöðugri þróun og það er ætlunin að bæta reyna að við þjónustuna á næstunni svo sem innskráningu þar sem notendur geta sett upp myndasafn ofl.

Allar hugmyndir að endurbótum, lagfæringum og breytingum eru vel þegnar og sendist vinsamlegast á Žetta netfang er variš fyrir ruslpósti, žś žarft aš hafa Javascript virkt til aš skoša žaš

 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 Nęsta > Endir >>

Hefuršu smķšaš flugdreka?
 

kitelife
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.