Kite.is


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Heim
Nřtt frß Ozone
Skrifa­ af Gos   

Nú hefur fyrirtækið Ozone kynnt nýja dreka fyrir næsta tímabil en það eru Frenzy07, Manta og Access2.  Ozone hefur verið leiðandi um árabil í framleiðslu svifvængja og kraftdreka og getið sér gott orð fyrir vandaðar og öruggar vörur.  MANTA drekinn er ætlaður fyrir vana notendur sem vilja stíga skrefi lengra í snjódrekanotkun en þessi dreki er þróaður út frá Frenzy 07 í nánu samstarfi við Chasta (Guillaume Chastignol) einn fremsta snjódrekakappa í heimi. Access2 ætti að henta þeim sem eru að kynnast sportinu og vilja góðan, vandaðan "depowerable" dreka.  Frenzy línan er einna þekktust frá Ozone en Frenzy07 drekinn er stöðugri og öflugri en drekinn frá því í fyrra enda er stöðugt unnið að endurbótum á drekunum.

Hér að neðan eru tenglar á PDF-skjöl með ýtarlegri upplýsingum um drekana.  Þeir sem vilja vita meira hafið samband við Einar ( Ůetta netfang er vari­ fyrir ruslpˇsti, ■˙ ■arft a­ hafa Javascript virkt til a­ sko­a ■a­ ) í Vindsport en Einar er með umboð fyrir Ozone á Íslandi.

 
ACCESS2 
MANTA 
 
 
Styttist Ý vetrarvertÝ­ina
Skrifa­ af Gos   

Að undanförnu hefu kólnað verulega í veðri og þegar þetta er skrifað var kominn um 5-6 sentimetra jafnfallinn snjór á Akureyri.  Það byrjaði að snjóa um klukkan 18 og snjóaði meira og minna fram á kvöld.  Þá er spáð kólnandi veðri upp úr helgi þannig að snjódrekamenn og skíðaiðkendur ættu að gleðjast því ef heldur áfram sem horfir þá ætti að vera kominn nægur snjór á fjöll og heiðar til að fara út með snjódreka innan skamms.

 

HQ - smellið til að fá stærri mynd
Lesa meira...
 
Nřtt eintak af Kitelife
Skrifa­ af Gos   

Nú er komið út nýtt eintak af hinu ágæta vefriti Kitelife. Þetta er örugglega efnismesta og flottasta blaðið á netinu um flugdreka og flugdrekaflug. Mikið er fjallað um keppnir og hátíðir í blaðinu og meðal annars fjallar Sven hjá Aerialis um Nordic Kite Meeting (NKM)  sem er vaxandi samkoma. NKM var haldin í Blokkhús í Danmörku 26.-28 maí síðastliðinn.  Þá er fjallað um flug með mörgum flugdrekum í einu  og AKA hornið er á sínum stað.  Athyglisverð grein er um fjórlínuflug með Revolution -drekum með útskýringum á þrautum ofl. Auk þessa er margt annað að sjá í blaðinu og nægt lesefni að finna - um að gera að kíkja á þetta.

 

 

 
Kite kynning
Skrifa­ af Gos   

Kynning á kraftdrekum verður haldin í Nýjabíói (Sambíóin) á Akureyri laugardaginn 9. september næstkomandi klukkan 16:00 og meðal annars verður nýja promo-ið frá frá Ozone sýnt.  Aliir áhugasamir eru hvattir til að mæta.


 
Ve­urmyndavÚlar
Skrifa­ af Gos   

 

Nú er búið að bæta síðu á vefinn með nokkrum völdum veðurmyndavélum. Síðan er aðgengileg úr aðalvalmynd hér til hægri undir flokknum Fróðleikur->Um veður->Veðurmyndavélar eða úr veðurvalmynd vinstra megin undir valliðnum Veðurmyndavélar.

Myndavélarnar eru aðallega við eða nálægt skíðasvæðum og ættu að nýtast vel þegar snowkiting-tímabililð hefst.    Misjafnt er hversu oft myndirnar eru uppfærðar á hverjum stað en oftast eru þær mjög nýlegar - eða nokkurra klukkustunda gamlar.  Hægt er að smella á hverja mynd til að fara á upprunavef myndarinnar. Þá vonumst við til að geta bætt myndavélum við á næstu dögum.

Veðurmyndavélar  

 Bláfjöll Hlíðarfjall

 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 NŠsta > Endir >>

Hefur­u smÝ­a­ flugdreka?
 

kitelife
© 2022 K I T E . I S
Joomla! is Free Software released under the GNU/GPL License.