Skrifað af Gos
|
| | | | | Nokkrir sögulegir atburðir sem tengjast flugdrekum: | 1749 | | Alexander Wilson flaug flugdrekalest til að mæla lofthita í mismunandi hæð. | 1752 | | Benjamin Franklin sannaði að rafmagn er í eldingum. | 1804 | | George Cayley notaðist við flugdreka við þróun kenninga um flug og loftaflsfræði | 1827 | | George Pocock notaði flugdreka til að draga (hest)vagn. | 1847 | | Flugdreki sem Homan Walsh, 10 ára, hjálpaði til við byggingu hengibrúar yfir Niagara ána. | 1893 | | "Eddy Diamond" og "Hargraves Box" báru mælitæki til himins til veðurfarsrannsókna árið 1899 - Wright bræður notuðust við flugdreka til að prófa kenningar sínum um fyrstu flugvélina. | 1901 | | Guglielmo Marconi notaði flugdreka til að lyfta loftneti til að taka á móti fyrsta útvarpsmerkinu milli norður Ameríku og Evrópu. | 1902 | | Franskur flugdreki (Conyne) var notaður til að bera eftirlitsmenn. | 1906 | | Flugdreki bar myndavél á loft sem var notuð til að takaljósmyndir af skemmdunum eftir jarðskjálftann mikla í San Francisco. | 1907 | | Dr. Alexander Graham Bell flaug flugdreka sem bar mann en flugdrekinn var gerður úr 3,000 þríhyrndum einingum. | 1919 | | Þjóðverji flaug flugdrekalest í 31,955 feta hæð. | 1939-1945 | | "Gibson Girl Box", "Garber's Target" og "Saul's Barrage" voru notaðir í seinni heimsstyrjöldinni. | 1948 | | Francis Rogallo fékk einkaleyfi á "Flexi-wing"-flugdrekanum sínum. Sá flugdreki var forfaðir svifdrekans og delta-flugdrekans. | 1964 | | Domina Jalbert hannaði parafoil-inn. Hugmyndir hans hafa verið notaðar við gerð fallhlífa og flugdreka. | 1972 | | Peter Powell kynnti til sögunnar tveggja línu flugdreka. | 1978 | | Kuzuhiko Asaba flaug 4,128 flugdrekum á einni og sömu línunni. Flugdrekaflug verður viðurkennd grein í Bandaríkjunum með stofnun landssamtaka. | | Birt með leyfi American Kitefliers Association |
|