Nıtt eintak af Kitelife
Skrifağ af Gos   

Nú er komið út nýtt eintak af hinu ágæta vefriti Kitelife. Þetta er örugglega efnismesta og flottasta blaðið á netinu um flugdreka og flugdrekaflug. Mikið er fjallað um keppnir og hátíðir í blaðinu og meðal annars fjallar Sven hjá Aerialis um Nordic Kite Meeting (NKM)  sem er vaxandi samkoma. NKM var haldin í Blokkhús í Danmörku 26.-28 maí síðastliðinn.  Þá er fjallað um flug með mörgum flugdrekum í einu  og AKA hornið er á sínum stað.  Athyglisverð grein er um fjórlínuflug með Revolution -drekum með útskýringum á þrautum ofl. Auk þessa er margt annað að sjá í blaðinu og nægt lesefni að finna - um að gera að kíkja á þetta.