iKiteMag
Skrifaš af Gos   

 Ég rakst á mjög flott veftímarit um kraftdreka um daginn sem heitir IKITEMAG.  Þetta tímarit kemur út á tveggjaiKiteMag mánaða fresti og fjallar um allt sem viðkemur kraftdrekum hvort sem er á sjó, í snjó eða á landi.  Mikið er lagt upp úr útliti (sem og innihaldi) og er notendaviðmót blaðsins mjög þægilegt og auðvelt er að vafra um blaðið en það er sett upp í Flash

Auk þess að geta fengið hefðbundið efnisyfirlit er hægt er að skoða allt blaðið í smámyndum en þannig fær lesandinn góða yfirsýn yfir efni blaðsins og er fljótur að finna það sem hann leitar að. 

Efnið í fyrstu 2 blöðunum sem eru komin út er mjög fjölbreitt og m.a má finna ferðasögur, kennsluefni, umsagnir og umfjöllun um búnað (m.a. Ozone, Radsail, Naish, Flysurfer og  HQ svo eitthvað sé nefnt), fréttir og fleira.  Þá eru nokkur innbyggð myndbönd á síður blaðsins og það er gaman að sjá hvernig tæknin er notuð til að koma efninu til skila og hversu margir möguleikar eru fyrir hendi í því tilliti.  Til að kíkja blaðið er hægt að smella hér og velja annað hvort latest issue eða back issues til að skoða eldri blöð.