Tilraunastofa međ flugdreka og fljúgandi furđuhluti
Skrifađ af Gos   
 

Sunnudaginn 31. ágúst frá kl. 12:00-16:00 verður haldin tilraunastofa með flugdreka og fljúgandi furðuhluti að Öldu í Eyjafjarðarsveit fyrir alla aldurshópa.

Þátttakendum gefst m.a. tækifæri til að:

  • Búa til flugdreka
  • Láta hversdagslega hluti fljúga
  • Búa til eldflaug
  • Prófa úrval af eins og tveggja línu flugdrekum undir leiðsögn

Afraksturinn verður til sýnis og prófaður á Melgerðismelum.

Nánari upplýsingar og skráningar í síma 892 6804